Lífið

Bíræfið barn stal Jesú úr jötunni

Þórdís Valsdóttir skrifar
Börnin sungu fallega fyrir Jesúbarnið áður en lambið litla lét til skarar skríða.
Börnin sungu fallega fyrir Jesúbarnið áður en lambið litla lét til skarar skríða. Vísir/skjáskot
Gestir í Babtistakirkjunni í bænum White Pine í Tennessee ríki urði vitni að heldur óvenjulegum helgileik á dögunum.

Barnið sem lék lamb í helgileiknum var sannkallaður úlfur í sauðsgæru því barnið tók Jesúbarnið upp og steig með því dans í miðjum helgileiknum. Sú sem var í gervi Maríu meyjar leist ekki á blikuna og reyndi að ná Jesúbarninu af lambinu litla. 

Gestir í kirkjunni áttu erfitt með að halda aftur hlátrarsköllunum. Þess má geta að enginn slasaðist við atvikið og Jesúbarnið var heilt á húfi í jötunni sinni að atriði loknu.

Sjáið þetta óborganlega myndband hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×