Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kjaraviðræður flugvirkja og Icelandair hafa engan árangur borið í dag og allt stefnir í verkfall klukkan sex í fyrramálið. Verkfallið mun hafa áhrif á um tíu þúsund flugfarþega hvern dag sem það varir. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við fjöllum líka um fátækt á Suðurnesjum en barnmargar fjölskyldur eru í meirihluta þeirra sem þiggja mat og gjafir frá Keflavíkurkirkju fyrir jólin. Þá fjöllum við um hækkanir á fasteignamarkaði en raunverð íbúðarhúsnæðis hækkaði mest milli ára á Akureyri í nóvember.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um um nýja rannsókn á kynferðisbrotum sem hafa verið kærð til lögreglu en unglingsstúlkur sem kæra kynferðisofbeldi lýsa sömu sálrænu áhrifunum og þær sem taka ákvörðun um að kæra ekki. Þá heimsækjum við bónda í Skaftárhreppi sem er að setja á markað nýja repjuolíu úr íslensku byggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×