Innlent

Gera ráð fyrir hraustlegri rigningu á föstudag

Birgir Olgeirsson skrifar
Það gæti rignt heldur mikið á höfuðborgarsvæðinu á föstudag, gangi spá Veðurstofu Íslands eftir.
Það gæti rignt heldur mikið á höfuðborgarsvæðinu á föstudag, gangi spá Veðurstofu Íslands eftir. Vísir
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að eins og spáin lítur út í dag þá gæti orðið hraustleg úrkoma á föstudag þar sem ákefðin verður upp á fimm til sex millimetra á klukkutíma í tólf klukkustundir. 

Er því spáð að það byrji að rigna snemma á föstudagsmorgninum og verði þannig fram eftir degi, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturlands vegna mikillar rigningar í kvöld og má búast við miklum vatnavöxtum á þessu svæði.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á morgun:


Suðvestan 13-18 á morgun og skúrir í fyrstu, síðar él. Bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á miðvikudag

Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag:

Allhvöss suðvestanátt og éljagangur framan af degi, en dregur úr vindi og éljum eftir hádegi. Léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 4 stig.

Á föstudag:

Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst. Norðaustan strekkingur og snjókoma á norðanverðu landinu um kvöldið, en þá úrkomulítið sunnantil.

Á laugardag (Þorláksmessa):

Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Víða vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.

Á sunnudag (aðfangadagur jóla):

Ákveðin norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands, en líkur á snjókomu um tíma sunnanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Frost 1 til 7 stig.


Tengdar fréttir

Góðar líkur á hvítum jólum

Hlýindin sem leika við landið í dag eru ekki komin til að vera og má búast við því að það kólni aftur á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×