Lífið

Leyndu því í níu mánuði að Kournikova væri ólétt og nú eru tvíburar komnir í heiminn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Parið saman árið 2012.
Parið saman árið 2012. vísir/getty
Parið Anna Kournikova og Enrique Iglesias eignaðist tvíbura á sjúkrahúsi í Miami á laugardaginn en þau hafa verið par í sextán ár.

Í raun vissi enginn að Kournikova væri barnshafandi og komu því fréttirnar aðdáendum í opna skjöldu. Þetta kemur fram í erlendum miðlum.

Kournikova fæddi dreng og stúlku en aldrei náðist mynd af henni óléttri á meðgöngunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×