Lífið

Guðlaugur boðar feitt fimmtugspartý

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. vísir/stefán
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er fimmtugur í dag eins og hann greinir sjálfur frá á Facebook.

„Kæru vinir. Ég á afmæli í dag. Fimmtíu ár, gjöful og góð, að baki. Það hefur alltaf verið soldið snúið að eiga afmæli á þessum tíma árs þegar flestir eru uppteknir af því að undirbúa og fagna afmæli allt annars manns. Ég mun því fagna þessum áfanga með viðeigandi hætti á nýju ári og vonast til að sjá sem flest ykkar þá,“ segir ráðherra en búast má við spikfeitu afmælispartýi í byrjun næsta árs.

Lífið óskar Guðlaugi til hamingju með afmælið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×