Enski boltinn

Lanzini í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Manuel Lanzini, leikmann West Ham, í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap.

Lanzini féll með tilþrifum í vítateignum í leik West Ham og Stoke City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Dómari leiksins, Martin Atkinson, lét gabbast og dæmdi vítaspyrnu. Mark Noble, fyrirliði West Ham, fór á punktinn og skoraði. West Ham vann leikinn 0-3 og komst þar með upp úr fallsæti.

Lanzini var kærður eftir nýjum reglum um leikaraskap og svo dæmdur í tveggja leikja bann. Búist er við því að West Ham áfrýi dómnum.

Lanzini er annar leikmaðurinn sem er dæmdur í bann fyrir leikaraskap. Í síðasta mánuði var Oumar Niasse, framherji Everton, dæmdur í tveggja leikja bann fyrir dýfu.

Lanzini missir af leik West Ham og Arsenal í deildabikarnum í kvöld og leik West Ham og Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á Þorláksmessu.


Tengdar fréttir

Hamrarnir upp úr fallsæti

West Ham sótti annan sigur sinn í síðustu þremur leikjum í 3-0 sigri gegn Stoke á Britianna-vellinum í dag en með því komust Hamrarnir upp úr fallsæti í bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×