Körfubolti

Tíundi sigur Cleveland í röð

LeBron James og Dwayne Wade.
LeBron James og Dwayne Wade. Vísir/Getty
Cleveland vann í nótt sinn tíunda sigur í röð í NBA-deildinni er liðið skellti Atlanta á heimavelli, 121-114. Munaði þar mestu um skotnýtingu liðsins utan þriggja stiga línunnar en Cleveland setti niður átján þrista í leiknum.

Kevin Love var með 25 stig og sextán fráköst en LeBron James kom næstur með 24 stig og tólf stoðsendingar.

Atlanta náði þó áhlaupi í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig, 113-112, en James setti niður þriggja stiga skot þegar um tvær mínútur voru eftir og Cleveland náði að klára leikinn.

Hjá Atlanta var Þjóðverjinn Dennis Schröder stigahæstur með 27 stig en Ersan Ilyasova skoraði 22.



Boston vann Philadelphia, 108-97, þar sem Kyrie Irving fór sem fyrr á kostum en hann skoraði 36 stig í leiknum í nótt. Leikurinn var þó jafn framan af en Boston náði að síga fram úr undir lokin.

Al Horford skoraði 21 stig en hann var með átta fráköst og fimm stoðsenidngar þar að auki. Dario Saric skoraði átján stig fyrir Philadelphia og var með tíu fráköst.



Milwaukee vann Portland, 103-91. Giannis Antetokounmpo skoraði 20 stig, tók níu fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði þrjú skot fyrir sigurliðið.

Úrslit næturinnar:

Atlanta - Cleveland 114-121

Boston - Philadelphia 108-97

Denver - Chicago 111-110

Portland - Milwaukee 91-103

LA Clippers - Utah 107-126

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×