Skoðun

Gætum orða okkar

Þórdís Jóhanna skrifar
Vinir Denna sem þekktu hann lengst og voru í lífi hans eru ekki að tala um hann í fjölmiðlum. Denni vildi það ekki. Flestir sem tala um hann segja falleg orð og láta þar við sitja, vegna þess að annað er óþarfi.

Denni hafði aðra sögu að segja varðandi árin áður en hann fór í fangelsi. Hann talaði oft um hvað hann þurfti að passa þessar fyllibyttur í gamla daga þegar hann var að starfa sem umboðsmaður. Það skiptir ekki máli núna hver er að segja allan sannleikinn.

Denna gramdist fátt eins mikið og þegar fólk talaði um hann í fjölmiðlum í tengslum við dóp og áfengi. Hann vildi það alls ekki. Sjálfur hefði hann getað hlaupið í fjölmiðla, gefið út metsölubækur, og talað um ófallega hluti sem hann sá í gamla daga þegar hann var umboðsmaður, en hann gerði það ekki. Hann var stærri maður en svo. Það mætti telja á annarri hendi fólkið sem Denni var náinn síðastliðin ár, og ekki margir vita hvað hann var að ganga í gegnum.

Ef fólk þarf að tala um persónuleg stríð í smáatriðum, þá getur það einblínt á sig sjálft. Nú er hann dáinn, og getur ekki varið sig lengur. Virðið það sem hann hefði viljað. Þetta særði hann. Þetta er fyrir neðan allar hellur.

(Höfundur var náin Þorsteini síðustu þrjú ár ævi hans.)




Skoðun

Skoðun

Biskupsval

Sigfinnur Þorleifsson,Vigfús Bjarni Albertsson skrifar

Sjá meira


×