Fótbolti

Tvenna hjá Berglindi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Berglind Björg var virk í markaskorun með Blikum í sumar og hefur fundið skotskóna á Ítalíu
Berglind Björg var virk í markaskorun með Blikum í sumar og hefur fundið skotskóna á Ítalíu
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Verona í sigir á Empoli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Eyjakonan kom Verona yfir á 59. mínútu leiksins og bætti öðru marki sínu við á 78. mínútu. Empoli jafnaði muninn undir lok leiksins, en náði ekki að stela stigum af Verona.

Sigurinn var mikilvægur í fallbaráttunni, en Verona komst með honum upp í áttunda sætið með átta stig. Empoli er í því tíunda með fjögur, en tólf lið eru í deildinni.

Berglind tvöfaldaði markatölu sína fyrir Verona í leiknum, en hún er nú komin með fjögur mörk fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×