Lífið

Þegar Kryddpíurnar spurðu Karl prins mjög óviðeigandi spurningar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kryddpíurnar voru ekkert smeykar við Karl Bretaprins.
Kryddpíurnar voru ekkert smeykar við Karl Bretaprins. Vísir/Getty
Ein af Kryddpíunum svokölluðu tók upp á því á sínum tíma að spyrja Karl Bretaprins að því hvort að hann væri með gat á kynfærunum sínum sem setja mætti skartgrip í, svokallaðan Albert prins.

Stephen Fry greindi frá þessu í þætti Graham Norton á BBC fyrir helgi. Þar sagði hann að hann hefði verið veislustjóri sérstakrar hátíðar í tilefni fimmtugsafmæli Karls. Þar hafi hann kynnt Karl fyrir Kryddpíunum (e. Spice Girls) sem þá voru á hátindi frægðar sinnar. Emma Bunton, ein af Kryddpíunum lét vaða og spurði prinsinn spurningu sem líklega verður að teljast óviðeigandi.

„Yðar hátign, ert þú með Albert prins,“ sagði Stephen Fry að Kryddpían hefði spurt prinsinn. Hann hafi orðið alveg forviða og ekki haft hugmynd hvað hún hafi verið að spyrja um og taldi Fry líklegt að Karl héldi að hún væri að tala um Albert prins, langalangalangaafa Karls.

„Hann leit á mig alveg forviða, hann vissi ekkert hvað Albert prins væri,“ sagði Fry sem hafi því neyðst til þess að segja honum hvað það væri. Fyrir þá sem ekki vita hvað Albert prins er þá er það kynfæraskraut ætlað karlmönnum.

„Hann þurfti að leggjast niður,“ sagði Fry en frásögn hans af þessu atviki má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×