Innlent

Ólíklegra að hafísinn nái landi

Gissur Sigurðsson skrifar
Ísmynd sem tekin var á sunnudag og birt á Facebook-síðu Eldfjallafræði-og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.
Ísmynd sem tekin var á sunnudag og birt á Facebook-síðu Eldfjallafræði-og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Háskóli Íslands
Dvínandi líkur eru nú á að hafísinn sem undanfarna daga hefur verið að nálgast Noðrurland, muni ná landi, þar sem vindáttin hefur snúist í norðan- og norðaustanáttir. Í þeim áttum hopar hann frá landinu.

Undanfarna daga hafa suðvestanáttir hins vegar ýtt honum nær og skilyrði  fyrir hafísmyndun í hafinu hafa verið afar góð segir á síðu Eldfjallafræði-og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Þau helgist af köldum og seltulitlum sjó og skarpri lagskiptingu sjávar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×