Lífið

Æsispennandi kapprúll glerkúla flýgur um netið

Jakob Bjarnar skrifar
Kapprúll glerkúla reynist undarlega ánetjandi.
Kapprúll glerkúla reynist undarlega ánetjandi.
Myndband sem sýnir kapprúll, eða kappakstur, glerkúla flýgur nú um netið. Myndbandið virðist vera mexíkóskt að uppruna og gengur út á það að gerðar hafa verið brautir í sand niður í móti, þá er nokkrum glerkúlum sturtað í og svo fylgjast áhorfendur spenntir með því hvernig fer.

Þetta hljómar ótrúlega óáhugavert og vandséð hvaða sálfræðilegu þættir það eru í mannskepnunni sem leiða til þess að hún fer að tengja við tilteknar glerkúlur en hið furðulega er að myndbandið, sem er þrjár og hálf mínúta, rígheldur athygli þess sem freistast til að fylgjast með. Vísir veit í sjálfu sér ekki mikið um uppruna þessa myndskeiðs sem birtist á mexíkóskri Facebooksíðu. Og því er fylgt úr hlaði með orðunum:

„¿Es cosa mía, o esto es muchísimo más emocionante que la aburrida Fórmula 1?“

Sem útleggst á íslensku eitthvað á þessa leið: „Er það bara ég eða er spennan í þessu meiri en í hinum leiðinlega Formúla 1-kappakstri?“

Hvað sem því líður: Sjón er sögu ríkari:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×