Fótbolti

Viðurkenna að Albert átti aldrei að fá rautt spjald

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson gengur af velli eftir að hann hafði fengið þetta ósanngjarna rauða spjald.
Albert Guðmundsson gengur af velli eftir að hann hafði fengið þetta ósanngjarna rauða spjald. Vísir/Getty
Rauða spjaldið sem Albert Guðmundsson fékk í leik varaliðs PSV og Fortuna Sittard í hollensku b-deildinni í gær átti aldrei að fara á loft.

Hollenska sambandið hefur skoðað myndbandsupptökur af atvikinu og þar kom í ljós að Albert reyndi aldrei að slá til andstæðings síns eins og dómarinn hélt fram.

Rauða spjaldið hefur því verið dregið til baka og Albert verður því ekki í leikbanni í stórleiknum á móti Ajax.





Albert átti á hættu að fá þriggja leikja bann bæði með aðalliðinu og varaliðinu.

PSV Eindhoven hrósaði einnig íslenska framherjanum fyrir viðbrögðin eftir að hann fékk svo ósannsanngjarnt rautt en hann gekk hljóðlega af velli og sætti sig við rauða spjaldið þótt að það var verið fáránlegt.

Albert Guðmundsson og félagar töpuðu leiknum 3-2 eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Liðið fékk á sig tvö mörk á síðustu sex mínútunum og Albert fékk síðan rauða spjaldið fyrir sitt annað gula spjald í uppbótartíma.

Albert hefur skorað fimm mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sjö leikjum með varaliði PSV í hollensku b-deildinni á þessu tímabili. Hann hefur spilað 3 leiki með aðalliðinu í hollensku deildinni og fiskaði eitt víti. Mínúturnar með aðalliðinu eru þó reyndar aðeins fimm en verða vonandi fleiri á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×