Lífið

Stjarna úr That 70's Show rekinn eftir ásakanir um nauðgun

Atli Ísleifsson skrifar
Danny Masterson fór með hlutverk Steven Hyde í þáttunum That 70's Show.
Danny Masterson fór með hlutverk Steven Hyde í þáttunum That 70's Show. Vísir/afp

Netflix hefur rekið bandaríska leikarinn Danny Masterson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum That 70‘s Show, eftir að fjórar konur hafa stigið fram og sakað leikarann um nauðgun. Masterson hefur unnið við framleiðslu á gamanþáttunum The Ranch. Variety segir frá.

Í tilkynningu frá Netflix segir að framleiðendur hafi í kjölfar samtals innan fyrirtækisins, látið skrifa Masterson út úr þáttunum. „Hann vann sinn síðasta vinnudag á mánudag og framleiðslunni verður fram haldið í upphafi árs 2018 án hans,“ segir í tilkynningunni.

Masterson hefur sjálfur lýst ásökununum sem hneykslanlegum og kveðst vonsvikinn í garð Netflix.

„Lögregla rannsakaði ásakanirnar gegn mér fyrir rúmum fimmtán árum síðan og komst að þeirri niðurstaða að ekki væri fótur fyrir þeim. Ég hef aldrei verið ákærður fyrir brot og enn síður verið dæmdur,“ segir Masterson í yfirlýsingu sinni.

Saksóknarar og lögregla í Los Angeles rannsaka nú ásakanirnar á hendur Masterson.

Netflix hefur að undanförnu sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa látið reka Kevin Spacey en leyft Masterson að halda störfum sínum áfram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.