Körfubolti

Sigmundur aðaldómari í Frakklandi í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigmundur Már Herbertsson.
Sigmundur Már Herbertsson. Vísir/Eyþór

Sigmundur Már Herbertsson fær flott verkefni í Frakklandi í kvöld en hann dæmir þá hörkuleik í Meistaradeild kvenna í körfubolta.

Sigmundur Már, sem er einn FIBA dómara Íslands, dæmir í kvöld leik Tango Bourges Basket gegn Sopron Basket í Bourges í EuroLeague kvenna í körfubolta.

Tango Bourges Basket hefur aðeins unnið einn af sex leikjum sínum í riðlakeppnini og er þremur stigum á eftir gestunum frá Sopron Basket sem hafa unnið 4 af 6 leikjum sínum.

Sigmundur Már er aðaldómari leiksins en með honum í kvöld dæma þeir Pedro Coelho frá Portúgal og Maciej Nazimek frá Póllandi.

Leikurinn fer fram í Palais des Sports du Prado höllinni í Bourges og það verður hægt að horfa á hann með því að smella hér eða hér fyrir neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.