Fótbolti

Sjáðu sjö mörk Liverpool og öll hin mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho skoraði þrennu í kvöld og fékk að eiga boltann.
Philippe Coutinho skoraði þrennu í kvöld og fékk að eiga boltann. Vísir/EPA

Það voru skoruðu 33 mörk í Meistaradeildinni í kvöld sem þýðir að í fyrsta sinn voru skoruð meira en þrjú hunduð mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Liverpool menn skoruðu sjö mörk á Anfield þar sem  Philippe Coutinho var með þrennu og Sadio Mané skoraði tvö mörk. Roberto Firmino og Mohamed Salah skoruðu líka þannig að allar fjórar sóknarstjörnur liðsins voru því á skotskónum.

Shakhtar Donetsk skoraði tvö mörk á móti Manchester City í Úkraínu og Úkraínumennirnir urðu fyrstir til að vinna lærisveina Pep Guardiola á tímabilinu og það í hans hundraðasta leik í Meistaradeildinni.

Tottenham skoraði þrjú mörk án Harry Kane og Cristiano Ronaldo var á skotskónum í 3-2 sigri Real Madrid á Borussia Dortmund.

Porto-menn skoruðu fimm mörk í sigri á Mónakó og Besiktas vann enn einn sigurinn.

Liverpool, Manchester City, Besiktas og Tottenham fara í sextán liða úrslitin sem sigurvegarar sinna riðla en Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto og Real Madrid fylgja þeim úr öðru sætinu.

Spartak Moskva, Napoli, Leipzig og Dortmund fara öll í Evrópudeildina.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins sem og það helsta úr öllum leikjunum; mörkin, færin, rauðu spjöldin og annað fréttnæmt.

Úrslitin úr leikjum Meistaradeildarinnar í kvöld:

E-riðill:

Maribor - Sevilla    1-1
1-0 Marcos Tavares (10.), 1-1 Ganso (75.)

Liverpool - Spartak Moskva    7-0
1-0 Philippe Coutinho, víti (4.), 2-0 Philippe Coutinho (12.), 3-0 Roberto Firmino (19.), 4-0 Sadio Mané (47.), 5-0 Philippe Coutinho (50.), 6-0 Sadio Mané (76.), 7-0 Mohamed Salah (86.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Liverpool og Sevilla.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Spartak Moskva.

F-riðill:

Feyenoord - Napoli    2-1
0-1 Piotr Zielinski (2.), 1-1 Nicolai Jörgensen (33.), 2-1 Jerry St. Juste (90.).

Shakhtar Donetsk - Manchester City    2-1
1-0 Bernard (26.), 2-0 Ismaily (32.), 2-1 Sergio Agüero, víti (90.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Manchester City og Shakhtar Donetsk.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Napoli.

G-riðill:

Leipzig - Besiktas    1-2
0-1 Álvaro Negredo (10.), 1-1 Naby Keita (87.), 1-2 Anderson Talisca (90.)

Porto - Monaco    5-2
1-0 Vincent Aboubakar (9.), 2-0 Vincent Aboubakar (33.), 3-0 Yacine Brahimi (45.), 3-1 Kamil Glik (61.), 4-1 Alex Telles (65.), 4-2 Radamel Falcao (78.), 5-2 Tiquinho Soares (88.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Besiktas og Porto.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Leipzig.

H-riðill:

Real Madrid - Dortmund    3-2
1-0 Borja Mayoral (8.), 2-0 Cristiano Ronaldo (12.), 2-1 Pierre-Emerick Aubameyang (43.), 2-2 Pierre-Emerick Aubameyang (49.), 3-2 Lucas Vázquez (81.)

Tottenham - APOEL    3-0
1-0 Fernando Llorente (20.), 2-0 Heung-min Son (38.), 3-0 Georges N'Koudou (80.)

Liðin sem fara í 16 liða úrslit: Tottenham og Real Madrid.
Liðið sem fer í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar: Dortmund

Liverpool - Spartak Moskva 7-0

Liverpool - Spartak Moskva 7-0

Maribor - Sevilla 1-1
Shakhtar Donetsk - Manchester City 2-1

Feyenoord - Napoli 2-1

Porto - Monaco 5-2

Leipzig - Besiktas 1-2

Real Madrid - Dortmund 3-2

Tottenham - APOEL 3-0Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.