Fótbolti

Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum

Mætum við þessum?
Mætum við þessum? vísir/getty

Í fyrsta sinn í sögunni eru fimm ensk lið komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en Liverpool varð fimmta félagið til að tryggja sig þangað með stórsigri á Spartak Moskvu í gærkvöldi.

Liverpool vann sinn riðil eins og Manchester City, Manchester United og Tottenham en Chelsea hafnaði í öðru sæti. Liðin sem unnu riðilinn komast þó ekkert endilega hjá því að mæta risum í 16 liða úrslitum.

Lið eins og Bayern München, Real Madrid og Juventus enduðu öll í öðru sæti í sínum riðlum og geta því mætt ensku liðunum sem unnu sinn riðil. Tottenham getur þó ekki dregist á móti Real Madrid þar sem liðin voru saman í riðli.

Chelsea hefur fæsta möguleika en það lítur allt út fyrir stórleik hjá því í 16 liða úrslitum. Það getur aðeins dregist á móti Barcelona, PSG eða Besiktas.

Hér að neðan má sjá hvernig þetta raðast allt upp þegar að drátturinn fer fram á mánudaginn.

Sigurvegarar riðlanna:
Barcelona, Besiktas, Liverpool, Man. City, Man. Utd, PSG, Roma og Tottenham.

Liðin sem höfnuðu í öðru sæti:
Bayern Munchen, Chelsea, Basel, Porto, Juventus, Real Madrid, Sevilla og Shakhtar Donets.

Þessi lið geta mæst:

Barcelona: Bayern Munich, Chelsea, Basel, Porto, Shakhtar Donetsk.

Bayern Munich: Barcelona, Besiktas, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Roma, Tottenham Hotspur.

Besiktas: Bayern Munich, Chelsea, Basel, Juventus, Real Madrid, Sevilla, Shakhtar Donetsk.

Chelsea: Barcelona, Besiktas, Paris Saint-Germain.

Basel: Barcelona, Besiktas, Liverpool, Manchester City, Paris Saint-Germain, Roma, Tottenham Hotspur.

Juventus: Besiktas, Manchester City, Liverpool, Manchester United, Paris Saint-Germain, Tottenham Hotspur.

Liverpool: Bayern Munich, Basel, Porto, Juventus, Real Madrid, Shakhtar Donetsk.

Manchester City: Bayern Munich, Basel, Porto, Juventus, Real Madrid, Sevilla.

Manchester United: Bayern Munich, Porto, Juventus, Real Madrid, Sevilla, Shakhtar Donetsk.

Paris Saint-Germain: Chelsea, Basel, Porto, Juventus, Real Madrid, Sevilla, Shakhtar Donetsk.

Real Madrid: Besiktas, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Paris Saint-Germain, Roma.

Roma: Bayern Munich, Basel, Porto, Real Madrid, Sevilla, Shakhtar Donetsk.

Tottenham: Bayern Munich, Basel, Porto, Juventus, Sevilla, Shakhtar Donetsk.

Sevilla: Besiktas, Manchester City, Manchester United, Paris Saint-Germain, Roma, Tottenham Hotspur.

Shakhtar Donetsk: Barcelona, Besiktas, Liverpool, Manchester United, Paris Saint-Germain, Roma, Tottenham Hotspur.

Porto: Barcelona, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Paris Saint-Germain, Roma, Tottenham Hotspur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.