Innlent

Hjalti fagnar frelsi Árna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Gils kveður
Árni Gils kveður

Árni Gils Hjaltason var í dag látinn laus úr gæsluvarðhaldi sem hann hefur setið í í tæplega 300 daga. Árni var í ágúst sakfelldur í héraði og dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í mars. 

Hæstiréttur ómerkti dóminn í dag, gerir athugasemdir við meðferð málsins í héraði og ljóst að réttað verður í málinu upp á nýtt.

Vísir fjallaði um dómsuppkvaðninguna í dag og fagnaði lögmaður Árna niðurstöðunni. Það gerir faðir hans, kraftakempan Hjalti Úrsus Árnason, líka og birtir myndband af því þegar Árni var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í dag.

„Árni, frjáls!“ segir Hjalti í myndbandi sem hann birtir á Facebook.

Árni hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir tvö önnur brot, líkamsárás og fyrir að hrækja á lögreglumann. Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.