Innlent

Hjalti fagnar frelsi Árna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Gils kveður
Árni Gils kveður
Árni Gils Hjaltason var í dag látinn laus úr gæsluvarðhaldi sem hann hefur setið í í tæplega 300 daga. Árni var í ágúst sakfelldur í héraði og dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í mars. 

Hæstiréttur ómerkti dóminn í dag, gerir athugasemdir við meðferð málsins í héraði og ljóst að réttað verður í málinu upp á nýtt.

Vísir fjallaði um dómsuppkvaðninguna í dag og fagnaði lögmaður Árna niðurstöðunni. Það gerir faðir hans, kraftakempan Hjalti Úrsus Árnason, líka og birtir myndband af því þegar Árni var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í dag.

„Árni, frjáls!“ segir Hjalti í myndbandi sem hann birtir á Facebook.

Árni hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir tvö önnur brot, líkamsárás og fyrir að hrækja á lögreglumann. 





Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×