Lífið

Setti steypu í örbylgjuofn, stakk hausnum í hann og dó næstum því

Samúel Karl Ólason skrifar
Vinir Swingler reyndu að frelsa hann í um eina og hálfa klukkustund áður en þeir kölluðu eftir hjálp.
Vinir Swingler reyndu að frelsa hann í um eina og hálfa klukkustund áður en þeir kölluðu eftir hjálp.
Hinn breski Youtubari Jay Swingler komst í hann krappan á dögunum þegar hann dó næstum því með höfuðið í örbylgjuofni. Swingler ákvað að búa til myndband þar sem hann setti steypu í ofninn og stakk svo höfðinu í ofninn. Auðvitað reyndist sú hugmynd heimskuleg og þurfti að hringja á slökkiviliðið til að frelsa hann úr prísundinni.

Slangan sem Swingler ætlaði að anda út um lokaðist að hluta til og þegar steypan harðnaði jókst rúmmál hennar og þrýsti hún á tómt höfuð Swingler og olli honum miklum sársauka. Þegar vinum hans varð ljóst að þeir gætu ekki losað hann kölluðu þeir á hjálp.

West Middland slökkviliðið sendi frá sér skilaboð í kjölfar atviksins. Þar kom fram að fimm slökkviliðsmenn hefðu verið bundnir við það verkefni að losa höfuð Swingler í um klukkustund. Á meðan hefði þeirra geta verið þörf við að bjarga fólki úr raunverulegri hættu.

Í samtali við BBC sagði yfirmaður slökkviliðsins að Swingler og félagar hefðu verið miður sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×