Enski boltinn

Aron Einar vill fara frá Cardiff

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar í búningi Cardiff
Aron Einar í búningi Cardiff vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, ætlar að yfirgefa félagslið sitt, Cardiff City, í sumar ef félagið nær ekki sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta staðfestir BBC í dag, en Aron Einar hafnaði nýjum samningi sem félagið bauð honum.

„Ég skil hans sjónarmið, það er ekki eins og hann sé að gera neitt rangt,“ sagði Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff.

Liðið er eins og er í öðru sæti í ensku 1. deildinni. Aron Einar hefur verið á mála hjá Cardiff síðan 2011. Liðið var í úrvalsdeildinni tímabilið 2013-14, en hefur annars verið í 1. deildinni.

„Við höfum oft talað saman, ég hef margbeðið hann um að skuldbinda sig. En ég skil hans sjónarmið. Hann hefur verið í 1. deildinni í tíu ár og það er erfitt líkamlega.“

„Að spila 46 leiki, plús bikarleiki og landsleiki út um allan heim, hann langar ekki að spila í 1. deildinni á næsta tímabili og ég skil það. En hann sagðist vilja koma okkur upp og þá er þetta allt annað mál. Hann myndi vera áfram og spila í úrvaldeildinni, ef ég vildi halda honum,“ sagði Neil Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×