Enski boltinn

Pochettino: Það er ekki lélegur mórall innan Spurs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pochettino fylgist með á hliðarlínunni í leik Tottenham á dögunum.
Pochettino fylgist með á hliðarlínunni í leik Tottenham á dögunum. Vísir/getty
Knattspyrnustjóri Tottenham, Mauricio Pochettino, gaf á dögunum út bók þar sem hann talar opinskátt um starfsferil sinn hjá Tottenham.

Síðan að bókin var gefin út hefur Tottenham aðeins náð fjórum stigum af 15 mögulegum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þó ekki vera samhengi þar á milli.

„Ef þú ert hreinskilinn við alla þá er ekkert vandamál. Vandamálin myndast þegar þú lýgur og reynir að vera einhver annar. Hér er ég eins og ég er og allt sem birtist í bókinni er eitthvað sem leikmennirnir vita um. Ég hef ekkert að fela,“ sagði Pochettino.

„Þetta er tækifæri fyrir ykkur að lesa um hvað gerist innan atvinnumannafélags og sjá að starf stjórans snýst ekki bara um að spila fótbolta og tala við fjölmiðla.“

Tottenham tapaði 2-1 gegn Leicester á þriðjudag og er dottið niður í sjöunda sæti deildarinnar eftir 14. umferðina, en var lengi vel í þriðja sætinu. Liðið sækir Watford heim á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×