Lífið

Gylfi kom á óvart með þekkingu sinni

Benedikt Bóas skrifar
Aron Einar, Rúrik, Gylfi Sig, Sverrir Ingi og Jóhann Berg í Katar þar sem spilið var prófað. Það fékk toppeinkunn enda vann útgefandinn liðakeppnina.
Aron Einar, Rúrik, Gylfi Sig, Sverrir Ingi og Jóhann Berg í Katar þar sem spilið var prófað. Það fékk toppeinkunn enda vann útgefandinn liðakeppnina.

Strákarnir í landsliðinu nutu lífsins í Katar í síðustu viku þar sem liðið spilaði tvo vináttuleiki við Tékka og Katar. Liðið fékk mikinn frítíma og fyrir utan að fara á sæþotur út í sólarlagið og jeppaferð um eyðimörkina gripu landsliðsmenn í spilið Beint í mark sem Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, gefur út ásamt öðrum fótboltaspekingum.

Spilið barst til Katar og fengu landsliðsmenn að prófa. „Við spiluðum tvisvar. Í fyrra skiptið var einstaklingskeppni þar sem Gylfi vann, sem kom gríðarlega á óvart. Það kom líka töluvert á óvart að Sverrir Ingi rak lestina og var í síðasta sæti,“ segir Jóhann léttur.

Þeir sem reyndu sig í spilinu voru, auk Gylfa og Sverris, Aron Einar landsliðsfyrirliði og Rúrik Gíslason.

Seinni umferðin var svo liðakeppni þar sem úrslitin voru meira eftir bókinni – að sögn Jóhanns.

„Þá voru herbergisfélagar saman í liði. Að sjálfsögðu vorum það við Alfreð sem unnum. Rúrik og Aron voru í neðsta sæti,“ segir Jóhann en bæði hann og Alfreð þykja gríðarlega vel að sér í knattspyrnufróðleik.

„Menn voru gríðarlega ánægðir með spilið og það var löngu kominn tími á svona fótboltaspil þar sem við gætum reynt á fótboltakunnáttu okkar,“ segir Jóhann Berg, landsliðshetja og spilaútgefandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.