Íslenski boltinn

Sölvi aftur orðinn Víkingur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sölvi á blaðamannafundinum í Víkinni í dag.
Sölvi á blaðamannafundinum í Víkinni í dag. vísir/vilhelm
Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir Víkings R. og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Sölvi er uppalinn Víkingur og lék með liðinu til ársins 2004 þegar hann fór til Djurgården í Svíþjóð.

Sölvi hefur einnig leikið með SönderjyskE og FC Köbenhavn í Danmörku, Ural í Rússlandi, Jiangsu Sainty, Wuhan Zall og Guangzhou R&F í Kína og Buriram United í Tælandi.

Sölvi hefur leikið 28 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann lék síðast með landsliðinu í ársbyrjun 2016.

Víkingur endaði í 8. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×