Innlent

Skóflustunga að hjúkrunarheimili fyrir 99 manns

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fyrstu skóflustungurnar að hjúkrunarheimili.
Fyrstu skóflustungurnar að hjúkrunarheimili. vísir/vilhelm
Þeir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, og Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, tóku í gær fyrstu skóflustunguna að 99 rýma hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Fossvogsdal. Stefnt er að því að heimilið verði tilbúið innan tveggja ára.

Skrifað var undir samninga og viljayfirlýsingu um hjúkrunarheimilið auk þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða fyrir aldraða 11. maí í vor. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×