Íslenski boltinn

Kristinn á leið til FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristinn Steindórsson er á leið í hvítt hér heima.
Kristinn Steindórsson er á leið í hvítt hér heima. mynd/columbus crew
Fótboltamaðurinn Kristinn Steindórsson er á heimleið frá Svíþóð og mun ganga frá samningum við FH á næstu dögum, samkvæmt heimildum Vísis. Hann kemur í Kaplakrikann frá Sundsvall í Svíþjóð.

Kristinn og Sundsvall hafa náð samkomulagi um að hann yfirgefi herbúðir sænska félagsins sem rétt hélt sér í úrvalsdeildinni þar í landi á síðustu leiktíð. Þetta kom fram í morgun.

Kristinn gekk í raðir Sundsvall frá MLS-liðinu Columbus Crew í fyrra en hann fór út í atvinnumennsku frá Breiðabliki til Halmstad árið 2012. Honum tókst ekki að skora mark í 41 deildarleik með Sundsvall.

Þessi 27 ára gamli vængmaður varð Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki þar sem hann lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, en Ólafur, sem sneri heim frá Danmörku fyrr í vetur, virðist heilla meira en Blikarnir.

Annar leikmaður Íslands- og bikarmeistaraliðs Blika, Guðmundur Kristjánsson, ákvað eins og Kristinn að semja við FH og munu þeir báðir spila með Hafnafjarðarliðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð.

Kristinn Steindórsson hefur spilað þrjá leiki með íslenska landsliðinu og verður ekki annað sagt en hann hafi nýtt tækifæri sín vel með strákunum okkar því í leikjunum þremur skoraði hann tvö mörk.

Hann kom 16 ára inn í lið Breiðabliks í efstu deild og á að baki 94 leiki og 35 mörk í deild og bikar.

FH er búið að fá til sín Guðmund Kristjánsson og Hjört Loga Valgarðsson og nú bætist Kristinn við hópinn.


Tengdar fréttir

Kristinn yfirgefur Sundsvall

Kristinn Steindórsson hefur yfirgefið herbúðir Sundsvall. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Castillion á leið til FH

Samkvæmt heimildum Vísis er Geoffrey Castillion, framherji Víkings R., á leið til FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×