Fótbolti

Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. Vísir/Stefán
Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember.

Fundurinn mun standa yfir í þrjá klukkutíma á milli eitt og fjögur á morgun. Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun tala um tvö athyglisverð mál á fundinum því hann mun bæði ræða framtíð Laugardalsvallar sem og að fara yfir stöðu yfirmanns knattspyrnumála.

Guðni mun gefa sér 25 mínútur til að ræða Laugardalsvöllinn samkvæmt dagskrá fundarins en gerir ráð fyrir fimmtán mínútum í fyrirlestur sinn um stöðu yfirmanns knattspyrnumála.

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, mun einnig fara yfir mótamálin næsta sumar og hvernig KSÍ ætlar að leysa það að íslenska landsliðið er á leiðinni á heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Þá mun Gísli Gíslason, formaður starfshóps um lagabreytingar, fara yfir niðurstöður hópsins og kynna ennfremur fyrirhugaðar reglugerðarbreytingar. Gísli er einnig formaður laga-og leikreglnanefndar.

 



Dagskrá:

13:00                  Fundur settur – Guðni Bergsson, formaður KSÍ

13:05                  Laugardalsvöllur – Guðni Bergsson, formaður KSÍ

13:30                  Niðurstöður starfshóps um lagabreytingar – Gísli Gíslason, formaður                                               starfshópsins

14:00                  Reglugerðarbreytingar –  Gísli Gíslason, formaður laga-og leikreglnanefndar

14:15                  Knattspyrnumótin – Birkir Sveinsson

                            -  Tímabilið 2017

                            -  Tímabilið 2018       

14:45                  Yfirmaður knattspyrnumála - Guðni Bergsson, formaður KSÍ

15:00                  Önnur mál




Fleiri fréttir

Sjá meira


×