Körfubolti

Luku leik með þrjá leikmenn inná vellinum | Myndband

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Avery Johnson þjálfar háskólalið Alabama Crimson Tide
Avery Johnson þjálfar háskólalið Alabama Crimson Tide vísir/getty
Lokamínúturnar í leik Alabama Crimson Tide og Minnesota Golden Gophers í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt voru algjörlega ótrúlegar.

Alabama vann síðustu tæplega ellefu mínúturnar 30-22 sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að þeir voru aðeins með þrjá leikmenn á móti fimm leikmönnum Minnesota.

Þegar rúmlega þrettán mínútur lifðu leiks sauð allt upp úr og brutust út minniháttar handalögmál sem varamannabekkur Alabama liðsins tók þátt í. Í kjölfarið voru allir varamenn liðsins sendir í sturtu af dómurum leiksins fyrir að hafa farið inn á völlinn.

Skömmu síðar fékk einn af þeim fimm leikmönnum sem eftir voru sína fimmtu villu og þar með útilokun og í næstu sókn á eftir meiddist einn leikmaður Alabama. 

Þá stóðu eftir þrír leikmenn gegn fullskipuðu liði Minnesota og enn 10 mínútur og 41 sekúnda eftir af leiknum.

Þrátt fyrir að vinna þennan kafla tveimur færri með átta stigum tapaði Alabama leiknum með fimm stigum, 89-84.

 



 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×