Enski boltinn

Alan Pardew ráðinn stjóri WBA

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alan Pardew er kominn aftur.
Alan Pardew er kominn aftur. vísir/getty
Alan Pardew hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Bromwich Albion en félagið tilkynnir þetta á heimasíðu sinni.

WBA rak Tony Pulis frá störfum á dögunum og hefur verið í viðræðum við Pardew sem síðast stýrði Crystal Palace frá 2015-2016. Hann var þar áður hjá Newcastle í fjögur ár.

Pardew var kjörinn besti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni árið 2012 en hann tekur með sér John Carver sem aðstoðarmann. Þeir hafa unnið áður saman.

Þessi 56 ára gamli þjálfari er nú að stýra þriðja úrvalsdeildarliðinu á síðustu þremur árum en WBA er í 16. sæti deildarinnar með tófl stig eftir fjórtán umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×