Fótbolti

Chiellini: Leikstíll Guardiola hefur eyðilagt ítalska varnarmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giorgio Chiellini er ekki hrifinn af þeim áhrifum sem leikstíll Peps Guardiola hefur haft á ítalska varnarmenn.
Giorgio Chiellini er ekki hrifinn af þeim áhrifum sem leikstíll Peps Guardiola hefur haft á ítalska varnarmenn. vísir/getty
Giorgio Chiellini, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins, segir að kynslóð ítalskra varnarmanna hafi verið eyðilögð af Pep Guardiola.

Þótt Guardiola hafi aldrei stýrt ítölsku liði gætir áhrifa hans í ítölskum fótbolta að sögn Chiellinis. Hann segir að nú sé forgangsatriði hjá ítölskum varnarmönnum að vera góðir að spila út úr vörninni frekar en dekka mótherjana.

„Guardiolismo hefur skemmt smá fyrir ítölskum varnarmönnum. Núna kunna þeir að spila út úr vörninni en þeir kunna ekki að dekka,“ sagði hinn reynslumikli Chiellini sem tilheyrir ekki Guardiola-skólanum í varnarleik.

„Þegar ég var ungur var okkur kennt að dekka. Núna dekka ítalskir varnarmenn ekki mótherjann í fyrirgjöfum. Það er synd því við erum að tapa eiginleikum sem hafa komið okkur langt.“

Chiellini verður væntanlega í eldlínunni þegar Ítalir sækja Svía heim í umspili um sæti á HM í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×