Lífið

Laddi opnaði myndlistarsýninguna með stæl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Ákason eigandi Apple búðarinnar og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir mættu til Ladda.
Bjarni Ákason eigandi Apple búðarinnar og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir mættu til Ladda.
Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, opnaði í gær myndlistarsýningu í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36.

Þetta er fyrsta myndlistarsýning Ladda sem varð sjötugur á árinu. Fjöldi gesta lagði leið sína á opnun sýningarinnar í gærkvöld og var góður rómur gerður að verkum Ladda en alls 25 myndir eftir hann eru á sýningunni.

Laddi notast aðallega við pappír í myndirnar sínar.

„Ég byrja á að teikna myndirnar og mála þær svo með olíumálningu. Þetta eru nokkurs konar portrett myndir, nema þetta eru kannski ekki alveg eðlileg andlit, heldur meira hálfgerðar fígúrur. Kannski má segja að þetta séu karakterar sem ég næ ekki að skapa á sviði og verða því til í myndum mínum,“ segir Laddi sem er einn af okkar fremstu gamanleikurum fyrr og síðar.

Sigurður Sigurjónsson mætti að sjálfsögðu.
Gísli Rúnar og Laddi góðir saman í gærkvöldi.
Fjölmargir létu sjá sig.
Laddi og Laddi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×