Erlent

Auðugur antíksali ákærður fyrir að myrða sjö ára dóttur sína

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn kom fyrir rétt í London í dag.
Maðurinn kom fyrir rétt í London í dag. vísir/getty
Auðugur antíksali hefur verið ákærður í Bretlandi fyrir að myrða sjö ára gamla dóttur sína á föstudaginn í síðustu viku. Greint er frá málinu á vef Guardian.

Maðurinn, sem heitir Robert Peters og er 55 ára gamall, kom fyrir rétt í London í dag en hann er grunaður um að hafa ráðist á dóttur sína fyrir viku síðan með bandi úr náttslopp. Þau voru ein heima þegar árásin átti sér stað.

Dóttirin, Sophia, var flutt á gjörgæslu á spítala í Tooting-hverfinu í London á föstudag og var faðir hennar upphaflega kærður fyrir tilraun til manndráps. Dóttir hans lést svo á laugardeginum og hefur Peters nú ákærður fyrir morð eins og áður segir.

Peters rekur antíkbúð í einu fínasta hverfi London, Kensington, en verslunin sérhæfir sig í austurlenskum keramíkmunum og listaverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×