Fótbolti

Geir Þorsteins birtir mynd af snævi þöktum Laugardalsvellinum og sendir skýr skilboð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laugardalsvölllurinn í dag.
Laugardalsvölllurinn í dag. Mynd/KSÍ
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er nú við æfingar í sól og blíðu í Katar og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af snjókomunni á Íslandi en staðan hefði verið allt öðruvísi hefði íslenska liðinu ekki tekist að vinna sinn riðil í undankeppni HM í Rússlandi.

Þessa dagana standa nefnilega yfir umspilsleikir milli liðanna sem enduðu í öðru sæti í sínum í riðlinum evrópska hluta undankeppni heimsmeistaramótsins.

Króatía sem endaði í öðru sæti í riðli Íslands spilaði heimaleikinn sinn í gær og vann þá 4-1 sigur á Grikklandi.

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi heiðursformaður sambandsins, birtir í dag mynd af Laugardalsvellinum.Íslenska landsliðið hefði verið að spila heimaleik á þessum tíma hefði liðið ekki náð að vinna riðilinn.

Vandamálið við það er að Laugardalsvöllurinn er nú fullur af snjó eftir snjókomuna síðasta sólarhringinn. Geir skrifar undir myndina á snævi þöktum Lagardalsvellinum á ensku og segir að Ísland þurfi lokaðan leikvang.





Ísland muni þangað til ekki geta spilað heimaleiki sína í nóvember og mars en um leið og Þjóðardeildin byrjar þá kemst íslenska landsliðið varla hjá því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×