Lífið

„Erfitt að setja sig í þau spor að hafa ekki vatn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva María á Stöð 2 í kvöld.
Eva María á Stöð 2 í kvöld.
UN Women á Íslandi hefur hrint af stað neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur frá Sýrlandi sem dvelja í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Flestar konur í búðunum eru margra barna mæður sem sárlega þurfa vernd, öryggi og stuðning til að koma undir sig fótunum á ný.

Í Íslandi í dag í kvöld verður rætt við Evu María Jónsdóttur sem hélt út til Jórdaníu í september og fékk að kynnast raunveruleika þessara kvenna.

Um 80 þúsund Sýrlendingar dvelja í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í heimalandi sínu. Búðirnar eru þær næststærstu í heiminum og jafnframt fjórða fjölmennasta borg Jórdaníu.

Konur og börn eru um 80% íbúa Zaatari og eiga erfitt uppdráttar í búðunum. Það er staðreynd að konur og stúlkur á flótta eiga í meiri hættu á að verða fyrir kynferðislegu áreiti og kynbundnu ofbeldi. Ein birtingarmynd kynbundins ofbeldis í Zaatari búðunum er að þvinga barnungar stúlkur í hjónabönd. En um þriðjungur kvenna hafa verið giftar barnungar. Þessi skaðlegi siður hefur hræðileg áhrif á heilsu og framtíð ungra stúlkna.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×