Lífið

40 ára útgáfuafmæli Út um græna grundu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Guðni Bragason er í hljómsveitinni.
Guðni Bragason er í hljómsveitinni.
Lögin af vísnaplötunum Einu sinni var og Út um græna grundu munu hljóma í Salnum í kvöld. Tilefnið er 40 ára útgáfuafmæli síðarnefndu plötunnar.

„Vísnaplöturnar seldust í bílförmum á sínum tíma og voru til á öllum heimilum. Við viljum halda heiðri þeirra á lofti því útgáfan var vönduð og útsetningar Gunnars Þórðarsonar sérstakar.“ Þetta segir Guðni Bragason, tónlistarmaður á Húsavík, einn þeirra sem að tónleikunum standa. 

Kristján Gíslason og Alma Rut Kristjánsdóttir verða aðalsöngvararnir, einnig syngur Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. „Við erum með sex eða sjö manna hljómsveit. Það eru um 30 manns á sviðinu þegar mest er og þetta er tveggja tíma prógramm með öllu,“ segir Guðni og tekur fram að tónleikarnir hefjist klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×