Fótbolti

Stjörnum prýtt lið Argentínu slapp með skrekkinn í Moskvu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Messi kuldalegur í Moskvu í dag.
Messi kuldalegur í Moskvu í dag. Vísir/getty
Rússneska landsliðið var hársbreidd frá því að ná jafntefli á heimavelli gegn stjörnum prýddu liði Argentínu í æfingarleik í Moskvu í dag en Sergio Aguero skoraði eina mark leiksins undir lok venjulegs leiktíma og lauk leiknum með 1-0 sigri gestanna.

Argentína mætti með þá Lionel Messi, Sergio Aguero og Angel Di Maria fremsta í flokki í dag og voru mun meira með boltann og sóttu af krafti en staðan var markalaus í hálfleik.

Virtust Rússar ætla að ná í gott jafntefli gegn silfurliði síðasta Heimsmeistaramóts þegar Aguero skoraði undir lok leiksins. Skallaði hann frákastið af eigin skoti í autt netið.

Var þetta fyrri æfingarleikur Argentínu af tveimur sem þeir leika í Rússlandi í þessu landsleikjahléi en Argentínumenn mæta Nígeríu í Krasnodar á þriðjudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×