Fótbolti

Berglind Björg á skotskónum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Berglind Björg var virk í markaskorun með Blikum í sumar
Berglind Björg var virk í markaskorun með Blikum í sumar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Verona sem lá 1-2 á heimavelli gegn Mozzanica í ítölsku úrvalsdeildinni.

Mark Berglindar kom á 14. mínútu, en Valeria Pirone jafnaði aðeins fjórum mínútum seinna fyrir gestina. Hún var svo aftur á ferðinni og tryggði Mozzanica sigurinn á 50. mínútu.

Arna Sif Ásgrímsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Verona, eins og Berglind Björg.

Verona er í áttunda sæti deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Mozzanica er stigi ofar í sjötta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×