Lífið

Skrýtnustu myndirnar á Google Earth

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einkennilegar myndir sem finnast á Google Earth.
Einkennilegar myndir sem finnast á Google Earth.
Það kannast allir við kortaforritið Google Maps og nota Íslendingar það eflaust mjög mikið.

Google Earth gefur manni raunmyndir af götum, torgum og mörgu fleira. Þar er einnig hægt að fara upp á fjöll og skoða sig um.

Vefsíðan Viral Thread hefur tekið saman 16 skrýtnustu myndirnar sem er að sjá á Google Earth og má sjá nokkrar vel valdar hér að neðan

 

Flóðhestahjörð í Tansaníu
Mjög sérstök vera í fjallshlíð í Sílé.
Flugvélakrikjugarður í Arizona í Bandaríkjunum.
Ókeypis auglýsing í Sílé.
Ótrúlegt munstur í eyðimörkinni í Egyptalandi.
Ástarvatnið í Ohio.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×