Innlent

Sýni gát við Hverfisfljót

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Frá hlaup í Skaftá árið 2015.
Frá hlaup í Skaftá árið 2015. Vísir
Umhverfis- og náttúrverndarnefnd Skaftárhrepps vísar til ákvæðis í náttúrverndarlögum um að Skaftáreldahraun skuli verndað sem hraun frá nútíma í umsögn til Skipulagsstofnunar vegna virkjunar í Hverfisfljóti.

„Einnig njóta sérstakrar verndar fossar og nánasta umhverfi þeirra að því leyti að sýn að þeim spillist ekki,“ er vitnað í lögin. Mæltist nefndin til þess að „á áhrifasvæði virkjunarframkvæmda verði forðast að spilla ofangreindum náttúrufyrirbærum eins og kostur er“.

Einn nefndarmanna sat hjá. „Áin rennur við stærstu hraunbreiðu sem runnið hefur á sögulegum tíma sem er merkileg bæði vegna stærðarinnar, þess að gosið hafði gríðarleg áhrif á veðurfar á öllu norðurhveli jarðar og þeirra merku samtímaheimilda sem til eru um framgang gossins,“ bókaði Jóna Björk Jónsdóttir. „Virkjunin hefur mikil neikvæð áhrif á einstakt svæði og jarðminjar sem njóta verndar náttúruverndarlaga auk þess sem hún skerðir stór svæði víðernis með óafturkræfum hætti.“

Umhverfisráðuneytið hefur hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að virkjunin í Hverfisfljóti þurfi ekki í mat á umhverfisáhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×