Lífið

Kviknaði í Frikka Dór í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frikki með magnaðan flutning.
Frikki með magnaðan flutning.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun.

Friðrik Dór Jónsson er kynnir Kóra Íslands og tók hann lagið Oh Mandy með Barry Manillow í upphafi þáttarins.

Frikki fékk aðstoð frá öllum kórunum sex sem tóku þátt í úrslitaþættinum. Í miðjum flutningi kviknaði einfaldlega í Friðriki og stóð hann eftir logandi á sviðinu.

Sviðsmaður Stöðvar 2 brunaði inn á svið og náði að slökkva eldinn, en þess má geta að líklega hefur atriðið verið fyrirfram ákveðið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.