Innlent

Verktakar í vandræðum vegna ökuhraðans í Norðfjarðagöngunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Göngin þykja mikil samgöngubót.
Göngin þykja mikil samgöngubót.
Verktakar sem nú leggja lokahönd á vinnu við hin nýju Norðfjarðargöng eru í vandræðum í göngunum vegna mikils umferðarhraða sem þar er. Göngin voru opnuð fyrir umferð á laugardaginn.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar þar sem segir að næstu daga verði unnið við að steypa gólf í neyðarrýmum í göngunum.

„Hraðinn í göngunum gífurlegur. Alverstir eru flutningabílarnir. Þeir keyra flestir því miður á útslættinum fram hjá strákunum,“ er haft eftir fulltrúa verktaka á veg Vegagerðarinnar.

Vonast Vegagerðin til þess að ökuhraði minnki svo ekki komi til þess að loka þurfi göngunum tímabundið á meðan verktakar klára síðustu handbrögðin.

„Við viljum höfða til skynsemi manna um að aka hægar þar sem unnið er. Við vildum ekki fresta opnun ganganna þó að vissum um þessa vinnu, vitandi um einhverja erfiðleika. En á móti þurfum við umburðarlyndi bílstjóra þó að þeir þurfi að fara aðeins hægar. Göngin flýta mjög ferð vöruflutningabíla þó að þeir slái aðeins af. Ef hraðinn minnkar ekki erum við neyddir til þess að huga að tímabundnum lokunum til að vernda starfsmenn, en ég vona að ekki komi til þess.“

Norðfjarðargöng leysa af hólmi Oddskarðsgöng og erfiðan fjallveg. Lengd nýju Norðfjarðarganganna í bergi er 7.566 metrar, vegskáli er 120 metrar Eskifjarðarmeginn og 222 metrar Norðfjarðarmegin eða samtals 342 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×