Lífið

Fallon barðist við tárin þegar hann minntist móður sinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallon talaði fallega um móður sína.
Fallon talaði fallega um móður sína.

Bandaríski kvöldþáttastjórnandinn Jimmy Fallon aflýsti spjallþáttum sínum vikuna 6.-10. nóvember eftir að móðir hans, Gloria Fallon, lést.

Fallon mætti aftur til starfa í gær og byrjaði hann þáttinn á því að minnast móður sinnar.

Tilfinningarnar báru Fallon einfaldlega ofurliði og barðist hann við tárin allan tímann. Fallon sagði áhorfendur frá móður sinni og hversu hjartahlý hún hefði alltaf verið en hér að neðan má sjá ræðu Fallon.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.