Fótbolti

Leið yfir Aguero í hálfleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aguero í leiknum í kvöld.
Aguero í leiknum í kvöld. vísir/getty

Það var rokið með argentínska framherjann Sergio Aguero á sjúkrahús í hálfleik í leik Argentínu og Nígeríu í kvöld.

Það leið nefnilega yfir Aguero í leikhléinu og eðlilega leist mönnum ekki á blikuna. Hann kom aftur til meðvitundar er hann kom á spítalann. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan hans.

Nígería vann annars leikinn 4-2 en spilað var í Krasnodar í Rússlandi.

Ever Banega og Aguero komu Argentínu í 2-0 í leiknum en Nígería kom heldur betur til baka. Alex Iwobi skoraði tvö mörk fyrir Nígeríu og þeir Kelechi Iheanacho og Brian Idowu komust einnig á blað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.