Lífið

Útgáfu veftímaritsins Ey fagnað með stæl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri, voru auðvitað mætt.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri, voru auðvitað mætt.
Vesmanneyingar gerðu sér glaðan dag um helgina þegar þeir komu saman í Eldheimum til að fagna útgáfu veftímaritsins Ey. 

Tímaritið er hluti af markaðsátaki bæjarins en átakið hefur það að markmiði að efla hrista upp í mannlífi og menningu í Vestmannaeyjum. 

Elliði Vignisson bæjarstjóri mætti að sjálfsögðu og sagðu nokkur vel valin og menningarleg orð og voru allir hinir hressustu eins og Vestmanneyingum einum er lagið. 

Tímaritið Ey kemur út fjórum sinnum á ári og ætti að vera áhugavert fyrir Vestmanneyinga sjálfa sem og aðra að kíkja inn á www.eytimarit.is en þar má meðal annars finna viðtal við landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson og finna dagskrá um skemmtilega viðburði sem standa til í Eyjum út árið. 

Þessir tveir voru hressir.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er á forsíðu fyrsta veftímaritsins.
Mætingin var mjög góð úti í Eyjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×