Lífið

Kevin átti aldrei séns að ná fluginu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kevin var einn heima í nokkra daga.
Kevin var einn heima í nokkra daga.
Fyrsta Home Alone myndin kom út árið 1990 og hefur hún verið ein allra vinsælasta jólamyndin síðan þá. Tveimur árum síðar kom síðan út Home Alone 2 og varð hún einnig álíka vinsæl.  

Það hafa margir séð þessar jólamyndir en í fyrri myndinni missti Kevin McCallister, leikinn af Macauley Culkin, af flugvélinni sem átti að ferja fjölskylduna í frí yfir hátíðina.

Kevin var settur í straff og látinn sofa uppi á háalofti. Um nóttina varð hús fjölskyldunnar rafmagnslaust og sváfu allir yfir sig. Litli Kevin gleymdist. Líklega hefðu foreldrar hans áttað sig á því að Kevin væri ekki á staðnum ef flugmiði hans hefði verið með í för upp á flugvöll.

Inni á vefsíðunni Lad Bible er aftur á móti búið að sýna fram á það að Kevin átti aldrei séns, og hefði hann aldrei komist í vélina.

Kvöldið áður henti nefnilega Peter McCallister, faðir Kevin, flugmiða hans í ruslatunnuna og er bent á það hér. Í tunnunni er umslag frá American Airlines og er það merkt „Kevin“.

Hér að neðan má sjá atriðið sjálft.




Tengdar fréttir

Leikarinn John Heard er látinn

Bandaríski leikarinn John Heard, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í Home Alone myndunum, er látinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×