Lífið

Fögnuðu nýrri vöru með danssýningu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bergþór stendur hér lengst til vinstri og Ásgeir er fyrir miðju ásamt Stellu Rósenkranz.
Bergþór stendur hér lengst til vinstri og Ásgeir er fyrir miðju ásamt Stellu Rósenkranz. Myndir/maggi lú
Ásgeir Hjartarson og Bergþóra Þórsdóttir stóðu fyrir sýningu í Gamla Héðinshúsinu um helgina og var tilefnið nýtt merki frá hjónunum og kallast það Dark Force Of Pure Nature sem er íslensk húðvörulína sem er að fara á markað.

Ásgeir er sjálfur hárgreiðslumeistari og Bergþóra förðunarmeistari.

„Við erum að fara setja á markað fyrstu vöruna sem kallast Sea Breeze og er það rakasprey fyrir dömur og herra,“ segir Ásgeir.

„Varan er aðallega úr hrossaþara úr Breiðafirði sem er stútfullur af steinefnum og vítamínum, en það er Pharmarctica á Grenivík sem sér um að blanda fyrir okkur og framleiða.“

Hann segir að fleiri vörur séu á teikniborðinu.

„Við vorum með dansara frá Dansstúdíói Worldclass, en hún Stella Rósenkranz hjálpaði til við danshreyfingar. Tónlistin var í höndum Eðvars Egilssonar, en hún var frumsamin fyrir sýninguna. Íris Björk sópran söng síðan ljóðið Sofðu unga ástin mín í lok og bland tónlistarinnar en það ljóð má kalla vísu merkisins.“

Um 120 manns mættu á svæðið eins og sá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×