Fótbolti

Svona líta styrkleikaflokkarnir á HM út | Hver er draumariðilinn þinn?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir verða í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir HM.
Íslensku strákarnir verða í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir HM. vísir/ernir
Nú er ljóst hvaða 32 lið taka þátt á HM í Rússlandi næsta sumar.

Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn til Rússlands eftir sigur á Nýja-Sjálandi, 2-0, á heimavelli.

Evrópa á 14 fulltrúa á HM 2018, S-Ameríka, Afríka og Asía fimm og Norður- og Mið-Ameríka þrjá.

Í fyrsta sinn verða þrjár Norðurlandaþjóðir með á HM; Ísland, Danmörk og Svíþjóð. Þær verða allar í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla 1. desember.

Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sem notast verður við í drættinum. Fólk getur því byrjað að setja saman draumariðilinn sinn fyrir HM á næsta ári.

Hver er draumariðillinn þinn? Skrifaðu riðilinn í athugasemdakerfið og því mætti fylgja útskýring hvers vegna um draumariðil sé að ræða.


Tengdar fréttir

Perúmenn síðastir til að tryggja sér sæti á HM

Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi. Perúmenn unnu þá 2-0 sigur á Ný-Sjálendingum á heimavelli í seinni leik liðanna í umspili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×