Lífið

Íslenskar auglýsingastofur skemmtu sér konunglega saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil stemning var á svæðinu og lét Ari Eldjárn sig ekki vanta.
Mikil stemning var á svæðinu og lét Ari Eldjárn sig ekki vanta.
Um liðna helgi komu íslenskir auglýsinga mógúlar saman undir einu þaki er árshátíð Sambands Íslenskra auglýsingastofa- SÍA, var haldin með pomp og prakt í Gamla bíó.

Fór vel á með erkifjendum og samkeppnisaðilum sem létu sér ekki muna um að grafa stríðsaxirnar eina kvöldstund.

Hátíðin hefur verið ómissandi viðburður í dagatölum auglýsingastofa og framleiðslufyrirtækja um árabil, þó svo að áherslur hafi breyst í takt við tímann.

Eins og hefð hefur skapast fyrir skiptast auglýsingastofur innan SÍA til að halda hátíðina og í ár féll það í skaut H:N Markaðssamskipta.

Vel var mætt og má með sanni segja að gleðin hafi verið við völd. Björn Bragi Arnarson sá um að hrista upp í hópnum og skaut óspart á toppana í bransanum sem sjálfir veltust um af hlátri auk þess sem sjálfur Daddi Disco þeytti skífur inn í nóttina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×