Innlent

Tveir ferðamenn alvarlega slasaðir eftir árekstur bíls og snjóplógs

Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Frá vettvangi slyssins sem átti sér stað á þjóðvegi eitt við Ketilsstaði, skammt austan afleggjarans að Dyrhólaey.
Frá vettvangi slyssins sem átti sér stað á þjóðvegi eitt við Ketilsstaði, skammt austan afleggjarans að Dyrhólaey.
Uppfært klukkan 18:10

Tveir erlendir ferðamann eru alvarlega slasaðir eftir árekstur bíls og snjóplógs við þjóðvegi eitt, skammt austan afleggjarans við Dyrhólaey. Um er að ræða tvær konur sem eru á ferðalagi um landið. Ökumaður plógsins er óslasaður en báðir bílarnir eru óökufærir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins og var hún notuð til að flytja konurnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Lögregluþjónar eru enn að störfum á vettvangi og var umferð hleypt í gegnum svæðið í hollum. Hins vegar verður veginum lokað aftur að fullu. Sveinn Kristján , yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að búast megi við umferðatöfum eitthvað fram eftir kvöldi.

Uppfært 19:15

Búið er að opna veginn að hluta til og er umferð hleypt í gegn í hollum.

Loftmyndir ehf



Fleiri fréttir

Sjá meira


×