Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tæplega sjö prósent vinnandi fólks á Íslandi búa við fátækt, samkvæmt nýrri úttekt sem unnin var fyrir EAPN, evrópsk samtök sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ungt fólk er sérstaklega áberandi í þessum hópi en fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar förum við líka yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum og fjöllum um málefni Trampólíngarðsins sem er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu, sem hefur farið í fimm útköll þangað frá opnun garðsins fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.

Loks skoðum við málverkið sem varð hið dýrasta í sögunni í gærkvöldi.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×