Innlent

Vilja ráðherra öldrunarmála

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Landssamband eldri borgara telur þörf á ráðherra öldrunarmála.
Landssamband eldri borgara telur þörf á ráðherra öldrunarmála. Vísir/Vilhelm
Landssamband eldri borgara skorar á stjórnmálaflokka sem eiga nú í viðræðum um myndun ríkisstjórnar að stofna embætti ráðherra öldrunarmála. Áskorun þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi sambandsins í dag.

Í tilkynningu frá sambandinu segir að fólki á aldrinum 67 ára og eldra muni fjölga um rúmlega 20.000 manns fram til ársins 2030 eða um 53 prósent frá því sem nú er.

„Þetta er svipuð þróun og orðið hefur í öðrum Evrópulöndum, þar sem stjórnvöld hafa, til dæmis í Póllandi, gert áætlanir um hvernig fjölguninni skuli mætt. Svíþjóð hefur farið þá leið að skipa sérstakan ráðherra öldrunarmála.“

Þá segir að löngu tímabært sé að þessi mál verði tekin fastari tökum hér á landi en verið hefur. Góð leið til þess sé að fela sérstökum ráðherra þennan málaflokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×